Skip to product information
1 of 5

Endoca CBD Húð- og Varasalvi

Endoca CBD Húð- og Varasalvi

Verð 1.390 kr
Verð Útsöluverð 1.390 kr
Útsala Uppselt
m/vsk
Endoca CBD Húð- og Varasalvi
Stærð: 4.25g
Magn CBD: 20mg

Endoca húð- og varasalvinn er lífrænn, vegan og dýravænn. Fyrir utan mýkjandi áhrif á þurrar og sprungnar varir getur þessi mildi og vætandi varasalvi hentað prýðilega á litla staka þurrkubletti húðarinnar í andliti eða annars staðar á líkamanum. Auk 20 mg af CBD og E vítamíns má m.a. finna í innihaldsformúlunni lífrænt ræktað býflugnavax, kókoshnetuolíu, sítrónuolíu, Cannabis sativa fræolíu, vanillurótarsterkju og hunang.

Salvinn er í handhægum umbúðum sem ávallt má hafa í seilingarfæri hvert sem förinni er heitið.

Verkferlar, notkun og geymsla.
Endoca CBD (Cannabinoid) er náttúruleg afurð úr lífrænt ræktuðum iðnaðarhampi (Cannabis sativa jurt). Vörurnar eru hannaðar í GMP vottuðum rannsóknarstofum undir ströngu lyfjafræðilegu eftirliti. Í Endoca vörunum eru einungis náttúruleg innihaldsefni, glútenlaus og vegan, án erfðabreytinga, tilbúinna lyktarefna, litarefna, eiturefna, rotvarnarefna o.s.frv. Engin innihaldsefnanna styðjast við tilraunir á dýrum. Geymist á dimmum og köldum stað eða a.m.k. í vari fyrir miklum hita og sólarljósi. Notist einungis útvortis berist ekki í augu.

www.endoca.com

Innihaldsefni:
CBD Hemp Oil (Cannabidiol 20mg), Organic Beeswax, Organic Coconut Oil, Vitamin E, Vanilla extract, Limonene, Honey. All-natural food-grade ingredients & no synthetic fragrances. *Cannabidiol (CBD) is a natural constituent of the hemp plant.

Meira um CBD.
CBD hefur verið mikið í umræðu og fréttum víða um heim að undanförnu vegna fjölbreyttra áhrifa sinna til bættrar heilsu. Víðfeðmar undirbúningsrannsóknir gefa sterkar vísbendingar um ýmis jákvæð áhrif af tengingum CBD (cannabinoid) við endókannabínóðakerfið (endocannabinoid system (ECS)) sem verið hefur til staðar í lífríkinu og manninum frá örófi alda. CBD er á meðal innihaldsefna í lyfseðilsskyldum taugalyfjum og í vísindasamfélaginu er almenn viðurkenning á jákvæðum áhrifum CBD á taugakerfið, t.d. kvíða, streitu og svefn ásamt því að virkni á t.d. bólgur og verki er jafnframt þekkt. Unnið er m.a. að fjölmörgum rannsóknum á áhrifum CBD, m.a. á ónæmis- og stoðkerfið. Langt er í frá að allar CBD vörur séu svipaðar. Þar getur m.a. munað um ólíkar ræktunar- og vinnsluaðferðir og sömuleiðis eru alltof mörg dæmi um að raunverulegt magn af CBD sé minna en upp er gefið. Þess vegna þarf að velja framleiðendur af kostgæfni.
Skoða allar upplýsingar

„Gott CBD“ er tákn um gæði. Merkið er einungis sett á þær CBD-vörur sem við höfum fullreynt að standi undir kröfum sem við gerum til gæða hráefnisins, hreinleika í framleiðsluferlinu og áreiðanleika í upplýsingagjöf, t.d. hvað varðar uppgefið magn af CBD í hverri vöru. Með græna miðanum leggjum við heiður okkar að veði. Þú getur treyst því.