Skip to product information
1 of 5

Endoca CBD Húð- og Varasalvi

Endoca CBD Húð- og Varasalvi

Verð 1.390 kr
Verð Útsöluverð 1.390 kr
Útsala Uppselt
m/vsk
Endoca CBD Húð- og Varasalvi
Stærð: 4.25g
Magn CBD: 20mg

Endoca húð- og varasalvinn er lífrænn, vegan og dýravænn. Fyrir utan mýkjandi áhrif á þurrar og sprungnar varir getur þessi mildi og vætandi varasalvi hentað prýðilega á litla staka þurrkubletti húðarinnar í andliti eða annars staðar á líkamanum. Auk 20 mg af CBD og E vítamíns má m.a. finna í innihaldsformúlunni lífrænt ræktað býflugnavax, kókoshnetuolíu, sítrónuolíu, Cannabis sativa fræolíu, vanillurótarsterkju og hunang.

Salvinn er í handhægum umbúðum sem ávallt má hafa í seilingarfæri hvert sem förinni er heitið.

Verkferlar, notkun og geymsla.
Endoca CBD (Cannabinoid) er náttúruleg afurð úr lífrænt ræktuðum iðnaðarhampi (Cannabis sativa jurt). Vörurnar eru hannaðar í GMP vottuðum rannsóknarstofum undir ströngu lyfjafræðilegu eftirliti. Í Endoca vörunum eru einungis náttúruleg innihaldsefni, glútenlaus og vegan, án erfðabreytinga, tilbúinna lyktarefna, litarefna, eiturefna, rotvarnarefna o.s.frv. Engin innihaldsefnanna styðjast við tilraunir á dýrum. Geymist á dimmum og köldum stað eða a.m.k. í vari fyrir miklum hita og sólarljósi. Notist einungis útvortis berist ekki í augu.

www.endoca.com

Innihaldsefni:
CBD Hemp Oil (Cannabidiol 20mg), Organic Beeswax, Organic Coconut Oil, Vitamin E, Vanilla extract, Limonene, Honey. All-natural food-grade ingredients & no synthetic fragrances. *Cannabidiol (CBD) is a natural constituent of the hemp plant.


Skoða allar upplýsingar

„Gott CBD“ er tákn um gæði. Merkið er einungis sett á þær CBD-vörur sem við höfum fullreynt að standi undir kröfum sem við gerum til gæða hráefnisins, hreinleika í framleiðsluferlinu og áreiðanleika í upplýsingagjöf, t.d. hvað varðar uppgefið magn af CBD í hverri vöru. Með græna miðanum leggjum við heiður okkar að veði. Þú getur treyst því.