Skip to product information
1 of 6

Endoca CBD Andlits & Líkamsolía

Endoca CBD Andlits & Líkamsolía

Verð 9.490 kr
Verð Útsöluverð 9.490 kr
Útsala Uppselt
m/vsk
Endoca CBD Andlits & Líkamsolía
Stærð: 200ml
Magn CBD: 300mg

Létt og nærandi CBD apríkósuolía sem ætlað er að slétta húðina frá toppi til táar og glæða hana fallegum ljóma. Hér snúa olíur úr lífrænt ræktuðum apríkósukjarna og ríkulegu magni af CBD útdrætti úr iðnaðarhampi saman bökum. Þær frásogast inn í húðina á augabragði og róa hana og sefa ásamt því að hefja viðhaldsvinnu sína.

Með miklu magni andoxunarefna verja CBD sameindirnar og fitusýrurnar ásamt A- og E-vítamínum húðina gegn þurrki. Gott er að nota olíuna strax á eftir sturtu eða þvotti til þess að varðveita raka húðarinnar.

Verkferlar, notkun og geymsla.
Allir verkferlar að baki Endoca uppfylla ströngustu kröfur um gæði ræktunar og framleiðslu með tilheyrandi eftirliti og vottunum. Andlits&líkamsolían er tilvalin til notkunar á hverjum degi jafnt að morgni sem kvöldi. Geymist á dimmum og köldum stað eða a.m.k. í vari fyrir miklum hita og sólarljósi. Notist einungis útvortis, berist ekki í augu.

www.endoca.com

Innihaldsefni:
Náttúrulegt og ætt innihald: Organic apricot kernel oil, safflower, bergamot oil, vitamin E, organic hemp extract (300mg CBD, 30mg CBD/ 1ML). Ilmolíur: Myrcene, Limonene, Alpha & Beta-pinene, Linalool, B-caryophyllene, Caryophyllene oxide, Terpinolene and Humulene. Aðrar náttúrulegar sameindir: Cannabis plant waxes, alkanes, nitrogenous compounds, amino acids, aldehydes, ketones, flavonoids, glycosides, vitamins, pigments, water, cofactors and co-nutrients.

Framleiðandinn.
Endoca er stofnað af danska vísindamanninum Henry Vincenty, en fjölskylda hans hafði ræktað iðnaðarhamp til margvíslegra nota um langt skeið. Henry þróaði eigin leiðir til þess að einangra CBD úr plöntunni með náttúrulegum leiðum og hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á að öll innihaldsefni í Endoca vörum standist ítrustu gæðakröfur. Allar Endocavörur eru þróaðar í GMP vottuðum rannsóknarstofum undir ströngu lyfjafræðilegu eftirliti. Í þeim eru einungis náttúruleg innihaldsefni, glútenlaus og vegan, án erfðabreytinga, tilbúinna lyktarefna, litarefna, eiturefna, rotvarnarefna o.s.frv. Engin innihaldsefnanna styðjast við tilraunir á dýrum.


Skoða allar upplýsingar

„Gott CBD“ er tákn um gæði. Merkið er einungis sett á þær CBD-vörur sem við höfum fullreynt að standi undir kröfum sem við gerum til gæða hráefnisins, hreinleika í framleiðsluferlinu og áreiðanleika í upplýsingagjöf, t.d. hvað varðar uppgefið magn af CBD í hverri vöru. Með græna miðanum leggjum við heiður okkar að veði. Þú getur treyst því.