Skip to product information
1 of 1

Elixinol CBD Hampkrem

Elixinol CBD Hampkrem

Verð 4.990 kr
Verð Útsöluverð 4.990 kr
Útsala Uppselt
m/vsk
Elixinol CBD Hampkrem
Stærð: 100ml
Magn CBD: 100mg

Elixinol hampkremið róar húðina og hraðar stöðugri endurnýjun hennar. Kremið er nær einungis búið til úr náttúrulegum efnum úr jurtaríkinu þar sem olía úr vínberjafræjum, smjör úr fræjum Ucuuba plöntunnar, hampolía og Candelilla vax leika stór hlutverk. Nærvera copaiba- og calendulaolíanna skiptir einnig miklu máli. Vel ígrundaðri formúlunni með allt litróf CBD (e. full-spectrum) í broddi fylkingar er í senn ætlað að vernda húðina og væta eins og best verður á kosið.

Elixinol hampkremið hentar öllum tegundum húðar. Það er ekki fitugt og líkaminn sogar það hratt til sín. Sé kremið borið á í þunnu lagi og nuddað vel inn í húðina sest það því hvorki í fatnað né rúmföt.

Verkferlar, notkun og geymsla.
Elixinol hefur framleitt heilsuvörur úr lífrænt ræktuðum iðnaðarhampi í meira en aldarfjórðung. Allir vinnsluferlar taka mið af ströngustu kröfum um vistvæna framleiðsluhætti og strangt gæðaeftirlit er með hverri framleiðslulotu. Hið minnsta 98% af innihaldsefnum Elixinol húðkremsins eru náttúrulegar afurðir úr jurtaríkinu. Tilvalið er að nota Elixinolkremið á afmarkaða þurrkubletti en ekki síður á allan líkamann í forvarnar- og umhirðuskyni. Ekki er mælt með notkun kremsins í andlit, á viðkvæm húðsvæði, illa skemmda húð eða börn undir þriggja ára aldri án sérstakrar varúðar. Vörurnar eru hannaðar í GMP vottuðum rannsóknarstofum undir ströngu lyfjafræðilegu eftirliti.

www.elixinol.eu

Á meðal innihaldsefna:
Grapeseed oil, Virgin Ucuuba Butter, Candellila Wax, Virgin Andiroba Oil, Lemon Peel Essential Oil, Organic Rosemary Leaf Extract, Organic sunflower Seed Oil, Hemp Oil, Wintergreen Essential Oil, Nerolidol, Copaiba Oil, Blue Mallee Eucalyptus Essential Oil, Organic Calendula Flower Extract.

Skoða allar upplýsingar

„Gott CBD“ er tákn um gæði. Merkið er einungis sett á þær CBD-vörur sem við höfum fullreynt að standi undir kröfum sem við gerum til gæða hráefnisins, hreinleika í framleiðsluferlinu og áreiðanleika í upplýsingagjöf, t.d. hvað varðar uppgefið magn af CBD í hverri vöru. Með græna miðanum leggjum við heiður okkar að veði. Þú getur treyst því.