Gott CBD

Cibdol CBD varasalvi

Útsöluverð Verð 1.990 kr Verð Verð  per 

m/vsk

Cibdol CBD varasalvi
Stærð: 5ml
Magn CBD: 10mg
Notkun: Á varir eftir þörfum.

Þekkt virkni CBD og mangófræsmjör eru burðarásar í Cibdol varasalvanum. Hann vætir, nærir og hressir þurrar varir með ríkulegu magni af náttúrulegum andoxunarefnum og eykur þeim svigrúm til bross og hláturs.

Í Cibdol varasalvanum eru einungis vandlega valin innihaldsefni. Auk hinna fyrrnefndu eru þar meðal annars kaprínsýra og býflugnavax. Saman hraðar þessi samtaka heild, hlaðin af andoxunarefnum, endurnýjunarferli frumanna, vætir varirnar og glæðir áferð þeirra auknu lífi.

Verkferlar, notkun og geymsla.
Í Cibdol CBD (Cannabidiol) varasalvanum eru 10 mg af CBD sem unnið er af ítrustu fagmennsku úr iðnaðarhampi (Cannabis sativa jurt). Kappkostað er að önnur innihaldsefni séu einnig eins hrein og náttúruleg og frekast er unnt. Allir verkferlar að baki svissnesku Cibdol CBD vörunum eru GMP gæðavottaðir, jafnt í rannsóknarstofum sem framleiðslu. Cibdol CBD varasalvann má bera á varirnar með hreinum fingrum eftir þörfum. Best er að geyma kremið fjarri mikilli birtu og hita.

www.cibdol.com

Innihaldsefni:
Caprylic/Capric Triglyceride, Ricinus Communis Seed Oil, Cera Alba, Silica Dimethyl Silylate, Mangifera Indica Seed Butter, Lanolin, Candelilla Cera Hydrocarbon, Propylene Carbonate, Glyceryl Caprylate, Sodium Saccharin, Cannabidiol, BHT, Parfum.

Meira um CBD.
CBD hefur verið mikið í umræðu og fréttum víða um heim að undanförnu vegna fjölbreyttra áhrifa sinna til bættrar heilsu. Víðfeðmar undirbúningsrannsóknir gefa sterkar vísbendingar um ýmis jákvæð áhrif af tengingum CBD kannabínóða (e. cannabinoid) við endókannabínóðakerfið (e. endocannabinoid system (ECS)) sem verið hefur til staðar í lífríkinu og um leið manninum frá örófi alda. CBD er á meðal innihaldsefna í lyfseðilsskyldum tauga- og flogaveikislyfjum og víða í vísindasamfélaginu er viðurkenning á jákvæðum áhrifum CBD á t.d. kvíða, streitu og svefn ásamt því að þekkt virkni er t.d. á bólgur og verki. Langt er í frá að allar CBD vörur séu svipaðar. Þar getur m.a. munað um ólíkar ræktunar- og vinnsluaðferðir og sömuleiðis eru því miður dæmi um að raunverulegt magn af CBD sé minna en upp er gefið. Þess vegna þarf að velja framleiðendur af kostgæfni.