Spurt og svarað
Hvað er CBD?
Kannabidiol (CBD) er kannabínóði í iðnaðarhampi (Cannabis sativa L). CBD er eitt af ríflega 130 virkum kannabínóðum í plöntunni og er einkum unnið úr blómum hennar og laufblöðum. CBD hefur verið notað í meðferðar- og lækningaskyni í þúsundir ára. Það veldur ekki vímutilfinningu og afar lítið er um aukaverkanir.
Hvernig virkar CBD?
CBD hjálpar Endokannabínóðakerfi líkamans til þess að halda jafnvægi (homostasis) á taugakerfinu. CBD bindur sig við móttakara sem er að finna í öllum líffærum líkamans að húðinni meðtalinni. Þess vegna hefur CBD jafn fjölbreytta virkni og raun ber vitni, bæði sem húðáburður og fæðubótarefni.
Hver er munurinn á CBD og THC?
Meginmunurinn er að CBD veldur ekki vímu en hefur eiginleika sem nýtast fólki til þess að bæta lífsgæðin. THC veldur vímutilfinningu en hefur líka verkjastillandi eiginleika og getur nýst sem meðferð við sumum tegundum krabbameins. THC er einkum notað í lyfseðilsskyld lyf og víðast bannað nema í snefilmagni í almennum neytendavörum.
Saman virka allir kannabínóðar iðnaðarhampsins best.
Er hægt að fara í vímu af CBD?
Nei, það er ekki mögulegt.
Er hægt að fara í vímu af full spectrum CBD olíu?
Nei, magnið af THC í okkar vörum er svo lítið að það er ekki mögulegt að finna fyrir vímu.
Er CBD löglegt á Íslandi?
Leyfilegt er að selja CBD í húðvörum en verið er að skoða hvaða reglugerðum þarf að breyta til þess að CBD fæðubótarefni verði leyfð. Evrópusambandið, Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) og Sameinuðu þjóðirnar hafa öll ályktað um að CBD sé matvara og Evrópudómstóllinn hefur úrskurðað að óheimilt sé að hefta markaðsfærslu á CBD innan Evrópusambandsins, sem Ísland á óbeina aðild að.
Getur CBD komið upp hjá mér í lyfjaprófi?
Ef þú ert að taka CBD sem fæðubótarefni þá er hugsanlegt að það mælist. CBD er ekki vímugjafi og því ekki á lista yfir efni sem verið er að mæla í venjulegum lyfjaprófum. Þess vegna er það heldur ekki á bannlistum íþróttafólks.
Hvernig er hægt að nota CBD?
Í fyrsta lagi eru CBD olíur notaðar til inntöku sem fæðubótarefni gegn alls kyns kvillum og sjúkdómum. Einnig er CBD fáanlegt í hylkjum til inntöku, sem innihaldsefni í alls kyns matvöru og jafnvel sælgæti. Einnig er mikið úrval af CBD húðvörum sem notaðar eru í afar fjölbreyttum tilgangi.
Er CBD náttúrulegt?
Já CBD er 100% náttúrulegt en einnig er til manngert CBD og er það að finna í sumum húðvörum.
Hefur CBD verið rannsakað?
Margar rannsóknir hafa verið gerðar á CBD til að skoða virkni á mismunandi kvilla og sjúkdóma. Best er að leita að rannsóknum á www.pubmed.gov og er þá stimplað inn í leitarvélina nafn sjúkdóms og CBD (cannabidiol).
Hvaða áhrif hafa CBD húðvörur?
CBD er ríkt af andoxunarefnum sem hjálpa húðinni að endurnýjast. CBD minnkar bólgur í húð og liðum. CBD stillir af olíuframleiðslu húðarinnar en of mikil fituframleiðsla leiðir til bólumyndunar. CBD kemur í veg fyrir skemmdir vegna útfjólublárra geisla.
Hvaða máli skiptir magn og styrkleiki af CBD?
Magnið af CBD ræður vitaskuld miklu um áhrif en fleira kemur samt til, s.s. önnur innihaldsefni, aðrir kannbínóðar úr iðnaðarhampinum o.s.frv. Magnið er gjarnan tilgreint í mg. af CBD í hverri vöru en einnig í prósentum af heildarmagni vörunnar. T.d. er 10ml flaska sem er merkt 10% CBD með 1.000mg af CBD.
Hver er munurinn á Full spectrum, Broad spectrum og Isolated CBD?
Full spectrum (heilvirkt) CBD inniheldur alla kannabínóða iðnaðarhampsins og gjarnan þykir það ávísun á mikla virkni. THC er í snefilmagni, þ.e. innan við þau 0,2-0,3% mörk sem eru forsenda markaðsleyfa.
Broad spectrum (breiðvirkt) CBD inniheldur alla kannabínóðana nema THC.
Isolated (einangrað) CBD inniheldur einungis CBD kannabínóðann.
Hver er munurinn á raw (hrárri) CBD olíu og hefðbundinni full spectrum (heilvirkri) CBD olíu?
Hrá CBD olía hefur það umfram hefðbundinni CBD olíu að innihalda kannabínóðasýrur sem rannsóknir sýna að auki virkni og áhrif vörunnar.